1fosa 1fosvest1 1sds1 1st.fjall 1staf 1stavey 1sth 2bsrb 2styrktar 2mannauds 2starfsmat 2virk 2felagsmalth 2framvegis

A+ R A-

Yfirlýsing með samningi nóv 2008

  • Category: Uncategorised
  • Published: Miðvikudagur, 27 Janúar 2016 16:59
  • Written by Super User
  • Hits: 1931

Yfirlýsing
með samningi
Launanefndar sveitarfélaga
f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem hún hefur samningsumboð fyrir
og
Samflots bæjarstarfsmannafélaga
undirrituðum 29. nóvember 2008

Þann 27. nóvember 2008 áttu fulltrúar stærstu aðila á íslenskum vinnumarkaði sameiginlegan fund til að kanna möguleika á því að ná víðtækri sátt um launa- og kjarastefnu til ársins 2010 vegna þeirra kjarasamninga sem eru til endurskoðunar eigi síðar en 15. febrúar 2009 og þeirra kjarasamninga sem renna út 2009. Aðilar þessarar yfirlýsingar eða fulltrúar þeirra áttu aðild að fundinum og er fullur vilji aðila þessarar yfirlýsingar að beita sér fyrir og taka þátt í slíkri sátt.

Náist sátt um sameiginlega niðurstöðu á almennum og opinberum vinnumarkaði, með þátttöku þeirra sem að þessari yfirlýsingu standa, þá mun sú niðurstaða gilda frá þeim tíma og með þeim breytingum sem niðurstaðan felur í sér.

Þeir sem standa að þessari yfirlýsingu munu leggja sitt af mörkum til að víðtækri sátt um launa- og kjarastefnu til ársins 2010 verði náð.

Reykjavík 29. nóvember 2008

F.h. samninganefndar LN

með fyrirvara um samþykki

Launanefndar sveitarfélaga

F.h. Samflots bæjarstarfsmannafélaga

með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi félagsmanna

Félög annað

2styrktar 2mannauds 2starfsmat 2virk 2felagsmalth 2framvegis

samflogo13b  Samflot bæjarstarfsmanna      Samstarfsvettvangur um karasamninga