Að gefnu tilefni
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ekki er tekið á móti umsóknum á meðan unnið er að skipulagi sjóðsins. Hvorki í námskeið né náms- og kynnisferðir.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ekki er tekið á móti umsóknum á meðan unnið er að skipulagi sjóðsins. Hvorki í námskeið né náms- og kynnisferðir.
Mannauðssjóður Samflots, Mannauðssjóður Kjalar og Mannauðssjóður KSG hafa sameinast undir merkjum Mannauðssjóðsins Heklu sem tók til starfa 1. janúar 2025.
Mannauðssjóðurinn Hekla sem hefur það hlutverk að veita styrki til fræðsluverkefna á vegum sveitarfélaga og stofnanna þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun starfsfólks sveitarfélaga. Auk þess rekur sjóðurinn mannauðssetur sem mótar stefnu og vinnur tillögur að fræðslutækifærum auk þess að styðja og skipuleggja fræðslu til stofnana m.a. um skipulag og framsetningu símenntunnaráætlana. Mannauðssetur leggur áherslu á samtarf við tengda fræðsluaðila.
Hekla tekur yfir alla starfssemi eldri sjóðanna. Auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjóra sjá hér og er umsóknarfrestur til 13. janúar nk. Skrifstofan verður að Skipagötu 14 Akureyri. Unnið er að nýjum úthlutunarreglum fyrir sjóðinn og á meðan verður ekki tekið á móti umsóknum.
Í stjórn Heklu sitja:
Fulltrúar stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum:
Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags og formaður stjórnar sjóðsins
Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
Marta Ólöf Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs
Til vara:
Árný Erla Bjarnadóttir, formaður FOSS stéttarfélgas í almannaþjónustu
Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambandsins
Berglind Eva Ólafsdóttir, sérfræðingur samninganefndar Sambandsins
Til vara:
Bjarni Ómar Haraldsson
Margrét Sigurðardóttir
Það tilkynnist hér með að stjórnir Mannauðssjóðs Samflots bæjarstarfsmanna, Mannauðssjóðs Kjalar og Mannauðssjóðs KSG hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að loka á styrkveitingar vegna ferðakostnaðar og gistingar í náms- og kynnisferðum.
Ákvörðunin kemur til vegna bágrar fjárhagsstöðu sjóðanna í kjölfar mikillar aukningar á umsóknum í náms- og kynnisferðir. Lokunin tekur gildi frá 24. desember 2023.
Stjórn Mannauðssjóðs Samflots hafa samþykkt að hækka hámark styrkja til sveitarfélaga og stofnanna þeirra vegna náms-og kynnisferða úr 130.000 - í 170.000.- fyrir hvern starfsmann. Jafnframt verður árum á milli slíkra verkefna fjölgað úr þremur í fjögur, þ.e. styrkir til náms-og kynnisferða verða veittir á fjögurra ára fresti. Þessi hækkun er afturvirk til 1. janúar 2023.
Skrifstofan verður lokuð til 13.mars vegna orlofs starfsmanns.
Hægt er að hafa samband við annagudny@kjolur.is ef erindið þolir ekki bið.
Úthlutunarreglur
1. Styrkfjárhæð
Veittir eru styrkir til náms- og kynnisferða innanlands sem utan. Styrkurinn nær yfir kostnað vegna flugs/hópaksturs, gistingar og námskostnaðar.
Reglur og styrkfjárhæðir eru endurskoðaðar af sjóðsstjórn árlega (eða oftar ef þarf) og skal taka mið af stöðu sjóðsins hverju sinni.
Hámarksstyrkur er 130.000 kr. á 3ja ára fresti.
2. Tíðni styrkveitinga
Hvert sveitarfélag/stofnun getur sótt um styrkveitingu fyrir starfstengdu námi á 3 ára fresti. Skiptir þá engu hvort um er að ræða ferð innanlands eða utan, námskeiðshald eða annað sem styrkhæft er.
Sé styrkur ekki fullnýttur má sjóðsstjórn víkja frá 3ja ára reglu. Námskeið innanlands.
Tekið er mið af tímasetningu/framkvæmdatíma síðustu styrkveitingar hvenær sveitarfélag/stofnun getur sótt um styrkveitingu að nýju.
3. Styrkhæf verkefni
Fræðsluverkefni sem falla undir markmið sjóðsins eru styrkhæf. Sjóðurinn veitir styrk eingöngu vegna kostnaðar við þátttöku félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum og greitt hefur verið af til sjóðsins.
Ef sambærileg námskeið eru í boði innanlands er ferðakostnaður undanskilinn heildarkostnaði og því ekki styrktur ef námskeiðið er haldið erlendis.
Færa þarf skýr rök fyrir því að námskeið þurfi að fara fram erlendis.
4. Ferðir og dagskrá
Dagskrá í náms- og kynnisferðum skal vera 12 klst að lágmarki til að fullur styrkur fáist greiddur.
Dagskrá í náms og kynnisferðum innanlands má vera styttri en 12 klst og miðast styrkupphæð þá hlutfallslega við tímalengd. (6 klst = 50% af styrkupphæð)
Ferðatími telst aldrei til dagskrártíma. Launakostnaður telst aldrei til námskeiðskostnaðar.
Afgreiðsla umsókna og framkvæmd styrkveitinga
5. Umsóknir
Umsækjendur skulu fylla út þar til gert umsóknareyðublað þar sem kemur m.a. fram nákvæm lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um, skipulag verkefnisins, efnisinntak, áætluð framkvæmd, kostnaðaráætlun, aðrir styrkir og framlag umsækjanda. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu sjóðsins.
6. Frágangur umsókna
Vanda skal frágang umsókna, rökstyðja hvernig styrkurinn nýtist félagsmönnum í starfi og til starfsþróunar. Heimilt er stjórn að endursenda umsókn ef hún inniheldur ekki fullnægjandi upplýsingar um verkefnið.
7. Afgreiðsla umsókna
Stjórn sjóðsins fjallar um umsóknir og ákvarðar styrkveitingar úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins fundar a.m.k. annan hvern mánuð eða oftar samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar.
Styrkumsóknum, sem samþykktar eru, er svarað til þess ábyrgðaraðila sveitafélags/stofnunar sem er ábyrgur fyrir umsókn. Með svarskeyti fylgir Uppgjörseyðublað sem mikilvægt er að ábyrgðaraðili kynni sér mjög vel áður en framkvæmd verkefnis hefst.
8. Við mat á umsóknum
Við mat á umsóknum um styrki úr sjóðnum er horft til þess hvernig þau verkefni sem um ræðir séu til þess fallin að efla símenntun starfsmanna þeirra sem aðild eiga að sjóðnum og stuðla að markvissri starfsþróun þeirra sbr. markmið / hlutverk sjóðsins. Þegar veittur er styrkur úr sjóðnum skulu starfsmenn umsækjanda vera í starfi bæði þegar sótt er um og þegar styrkurinn er nýttur.
9. Greiðslur
Styrkir eru greiddir út í einu lagi samkvæmt framvísun þeirra gagna sem er kveðið á um í uppgjörseyðublaði því sem sent er með samþykki fyrir styrk.
Reglur þessar taka gildi þann 17. nóvember 2022.
Næsti umsóknarfrestur stofnana til Mannauðssjóðs SAMFLOTS er 15.febrúar 2023. Umsóknir sem berast fyrir þann tíma eru lagðar fyrir stjórn sjóðsins í lok febrúar/byrjun mars. Öll umbeðin gögn þurfa að berast með umsókn til að hún verði tekin fyrir. Allar upplýsingar um umsóknarferlið er á heimasíðunni undir Eyðublöð og þar undir Starfsreglur. Umsjónarmenn umsókna eru beðnir um að kynna sér reglur sjóðsins vel.
Næsti fundur verður ekki fyrr en í október.
Skrifstofan verður lokuð 5. - 23.september.
Næsti umsóknarfrestur stofnana til Mannauðssjóðs SAMFLOTS er 15.ágúst 2022. Umsóknir sem berast fyrir þann tíma eru lagðar fyrir stjórn sjóðsins í lok ágúst/byrjun september. Öll umbeðin gögn þurfa að berast með umsókn til að hún verði tekin fyrir. Allar upplýsingar um umsóknarferlið er á heimasíðunni undir Eyðublöð og þar undir Starfsreglur. Umsjónarmenn umsókna eru beðnir um að kynna sér reglur sjóðsins vel.
Næsti umsóknarfrestur stofnana til Mannauðssjóðs SAFMLOTS er 15.maí 2022. Umsóknir sem berast fyrir þann tíma eru lagðar fyrir stjórn sjóðsins í lok maí/byrjunjúní. Öll umbeðin gögn þurfa að berast með umsókn til að hún verði tekin fyrir. Allar upplýsingar um umsóknarferlið er á heimasíðunni undir Eyðublöð og þar undir Starfsreglur. Umsjónarmenn umsókna eru beðnir um að kynna sér reglur sjóðsins vel.